Thursday, July 08, 2004

Fjarstýring

Jæja, mitt helsta afrek í gær var að forrita fjarstýringuna. Nú virkar hún á öll rafmagnstækin, og þá aðallega ReplayTV tækið. Það er mikið merkistæki. Það tekur upp þættina sem við viljum sjá, hvenær sólarhrings sem þeir eru sýndir. Ég var ekkert spennt fyrst fyrir 2 árum þegar Snorri vildi kaupa þetta en þetta er mikið dýrðartæki. Ég horfi bara á það sjónvarpsefni sem ég hef áhuga á, þegar ég vil sjá það. Og skoppa yfir auglýsingarnar. Jibbí.

Gott veður í Kaliforníu í dag. Þvílíkar fréttir eða þannig.

Nóg að gera í vinnunni. Það eru mikil viðbrigði að fara úr því að vera með puttana í öllu í litlu fyrirtæki yfir í að vinna hjá risafyrirtæki og vera lítill maur.


Over and out.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home