Monday, September 12, 2005

Vá, póstur númer tvö á stuttum tíma

Minn elskulegi eiginmaður fór á útsölu og keypti sér nýja míkrófóna. Ahem, hljóðnema. Nú er búið að setja allt upp til að taka upp tónlist og taka upp píanóið líka. Alltaf gaman að fikta í græjunum. Ég held að hann vilji verða tónlistarmaður þegar hann verður stór.

Helgin var ótrúlega afslöppuð svona allt í allt. Laugardagurinn fór í þetta klassíska, fara með Sif í íþróttir, kaupa Starbuck kaffi, bílinn í smurningu, Baldur út á róló, kaupa í matinn og þá er komið hádegi. Svo eftir hádegi að þvo hundraðþúsund þvottavélar, brjóta saman allan þvottin og koma honum ekki fyrir heldur búa til stafla hér og þar og allsstaðar.

Hrefna og Finnur komu svo með súsígerðarefni og við gerðum okkar eigin sushi. Mjög gaman en alveg ótrúlegt stúss. Hrefna missti reyndar af miklu því hún ´skrapp´ út í búð og fór í brjóstahaldarabúð ´í leiðinni´ og var því fjarri góðu gamni til næstum 8.

Svo spiluðum við póker með ekta pókerspilapeningum og Snorri gjörtapaði og Finnur vann, enda vinnur Finnur alltaf. Hann á því húsið okkar núna. Nei, reyndar spilum við ekki upp á alvöru peninga, skárra væri það nú. Hinsvegar voru Cosmopolitan kokkteilarnir ekta.

Líklega út af því var sunnudagurinn MJÖG afslappaður til að byrja með, reyndar kom geymslugámurinn sem við höfðum pantað til að geyma allskonar drasl fyrr í sumar aftur til baka. Það voru litlujólin hjá krökkunum að opna alla kassana og finna allt dótið sem fór í kassa og nú er því legó og lestardót og playmobil og Barbie og bangsar út um öll gólf. Börnin mín á morgnana, krakkarnir á kvöldin.

Síðast, en ekki síst, skruppum við með pizzu í Dublinarheima til Soffíu og fjölskyldu. Fundum þar gott lið í góðu gengi og við dáðumst að drengnum sem lítur stórvel út, borðuðum þessar fínu pizzur og töluðum til 9. Þá var haldið heim á leið með sofandi börn í bílnum. Góð helgi.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home