Simon & Garfunkel
Fór og faxaði einu blaði áðan. Allar línur uppteknar. Þetta er svolítið skondið. Einfaldir hlutir eins og að senda fax taka langan tíma.
Fórum síðan 3 saman að borða. Hvað eigum við að borða? Indverkst? Þetta var ekki eins fyndið og til stóð þar sem boðið er upp á allskonar mat, vestrænan, oriental, og jú, líka indverskt. Fengum frábæran mat, og nú reynir á hvort ég fæ í magann því ekki var allt eldað.
Indverskur gosdrykkur með kúmenbragði var sístur, linsubaunakássa og tofu í smjörkarrí best. Eftirréttirnir voru svo dísætar indverskar kökur, ég skil ekki hvernig hægt er að búa til svona sæta eftirrétti, án þess að hafa þá 100% flórsykur. Kannski var það raunin.
Latté í lokin, alveg skelfilegt. Maður fer víst ekki til Indlands fyrir kaffið. Besta að prófa te á morgun.
Undir borðum rauluðu tveir Indverskir gítarleikarar Simon & Garfunkel lög. I´m going to Graceland. Í horninu stóðu tveir kokkar sem virtust aðallega vera skraut, ásamt Barilla pastapökkunum í hillunum á bak við þá. Konurnar svo gulli skreyttar að glampar á, og allar fengum við rós í lokin. Í bakgrunnin rauluðu Indverjarnir: ''Diamonds on the soles of her shoes.'' Það á við hérna í musteri öfganna.
2 Comments:
gaman að lesa frásagnirnar frá Indlandi. Hlakka mikið til að heimsækja þetta land sjálf. Á samt erfitt með að ímynda mér Simon og Garfunkel með indverskum hreim. Bridde over drobbled vater...
Gott að þú bloggar meðan þú ert þarna, þá veit maður að þú ert enn á lífi :) Góða skemmtun
Post a Comment
<< Home