Pode ter vida em Marte? (Is there life on Mars?)
Í kvöld eftir vinnu ákváðum við að labba út á tælenskan stað sem átti að vera í nágrenninu. Það gekk ágætlega að fylgja leiðbeiningunum, en verr gekk að ganga á gangstéttunum á leiðinni. Á endanum gáfumst við upp og gengum á götunni innan um geðveikisumferðina. Allir á flautunni. Bíp bíp.
Gangstéttin var nefnilega ekki hönnuð fyrir gangandi. Fyrir utan að hafa iðulega einhver mannvirki eins og rafmagnsbox og girðingar þvert á gangstéttinni, þá var kanturinn svo hár þar sem innkeyrslur komu inn, að það var hnéhæð að stíga niður á götuna og svo aftur hnéhæðarhátt að stíga upp aftur. Kolniðamyrkrið hjálpaði ekki til.
Maturinn var fínn, ég fékk meira að segja uppáhalds spínatlaufs-lime-kókos-súrsæt-sósa forréttinn minn sem ég man aldrei hvað heitir. Svo löbbuðum við baka til að fá okkur bjór á hótelinu því veitingastaðurinn var vínveitingalaus.
Spjölluðum svo á barnum, sem var með 7 lína klæðalýsingu á proper dress code fyrir karlmenn, og konur 1 línu, vinsamlegast beðnar að vera skrautlegar (decorous). Allt í einu svo slökk á techno tónlistinni og við ærðumst næstum því þegar hávær Mexíkó mariachi tónlist hófst, og til að bæta gráu ofan á svart hóf söngkona í Mexíkó-kúrekaklæðum með risahatt upp raust sína og ´´skemmti´´ okkur með spænsku kúreka-jóðli með indverskum hreim.
Hún stóð einnig undir klæðareglunum staðarins, mjög skrautleg. Staðurinn tæmdist næstum samstundis, ég flúði þegar hún hóf að steppa í hælaháu hvítu kúrekastígvélunum undir risastórum hvítum gullskreyttum kúrekahatti, og er nú í góðu yfirlæti að hlusta á Sigur Rós sem er með kvikmyndatónlistina við Life Aquatic sem er núna í sjónvarpinu, stórundarleg mynd en samt á dularfullan hátt skemmtileg. Minnti mig á að ég ætlaði alltaf að kaupa CD með þessum stórskemmtilegu Seu Jorge útgáfum af David Bowie lögum sem eru sungin í myndinni.
Hvers vegna gengur David Bowie upp á portúgölsku, en mexíkótónlist á Indlandi ekki?
2 Comments:
Tja! Og ég sem hélt að uppáhaldsforrétturinn þinn væri salt-og-pipar-mozzarella-ólífuolía-hvítlauk-basil-tómat-brauðið sem ég man aldrei hvað heitir... ;þ
Life Aquatic er ein uppáhaldsmyndin mín! Lovv it. Ég veit ekki hvaða forréttr þetta er Gu, en sem Finnur er að tala um hlýtur að vera Bruchetta... namminamminamm. En ég vil fá svona kókoslimespínatsull einhverntímann.
Vona að þú sért að taka myndir af öllu. knúsogkoss
Post a Comment
<< Home