Wednesday, July 25, 2007

Miðvikudagurinn - flugið heim

Æ æ, flugið var fullt. Þeir neyddust til að setja mig á viðskiptafarrýmið (business class). Flaug ein heim reyndar, ferðafélagarnir allir með mismunandi tilbakamiða. Ég hafði það því afskaplega notalegt í rúminu mínu og svaf vel og lengi, valdi mér síðan góðgæti af matseðlinum og horfði a eitthverja steypu síðustu klukkutímana áður en lent var á Heathrow.

Aðflugið reyndist aðeins rosalegt því rétt um það bil sem við vorum að lenda reis flugvélin hratt aftur, enda sagði flugmaðurinn að þotan sem var á undan okkur hefði verið eitthvað sein að fara. Jæja, eins gott að bíða þá. Hringsóluðum eitthvað, lentum svo eftir dúk og disk, en þeir keyrðu svo flugvélina ekki upp á byggingunni heldur á eitthvað afskekkt horn á vellinum. Eftir u.þ.b. hálftíma kom stigi, og svo korteri seinna rútur til að koma okkur að byggingunum. Þá voru nett allir búnir að missa af sínu tengiflugi. Ekki ég, miðinn hafði gert ráð fyrir 9 tíma bið, svo nú var ég búin með 2 tíma. En 7 tímar á flugvelli eru aldrei skemmtilegir...

Það var frábært að koma heim og knúsa fjölskylduna. Og leggst nú mikið rykský á ný yfir þenna blogg minn...

2 Comments:

Blogger Finnur said...

Rykský... sniff...

7:36 AM  
Blogger Finnur said...

Rykský... ah... ahh... atsjú!

11:48 PM  

Post a Comment

<< Home