Saturday, October 20, 2007

afmælispjakkur og pastasalat


Fórum í 5 ára afmæli Finns Arnórs í dag. Þetta var rosaleg veisla, eins og þeim einum er lagið, alltaf gaman að koma í Lækjarsmárann. Drengurinn var glaður og blés öll kertin út í einu. Baldur var ekki kátur með að fara heim, því Finnur Arnór á núna svo mikið af nýju spennandi dóti. Þetta eru nú orðnir svo miklir gaurar að þeir tóku allt dót ofan af dótakistunni og klifruðu upp á til að dansa við Kalla á þakinu.

Ég bjó til pastasalat og kom með, og fékk beiðni um uppskriftina. Ég bjó til tvöfalda uppskrift, sem var líklega óþarfi, en hérna fyrir neðan er hún einföld.


Pastasalat með sólþurrkuðum tómötum.

Uppskrift frá Guðrúnu á sokkaleistunum. (Barefoot Contessa).

  • 250 gr skrúfupasta
  • gróft salt
  • ólífuolía
  • 500 gr tómatar, skornir í meðalstóra bita
  • hálf krukka af góðum svörtum ólífum, t.d. Olive Kalamata frá Montanini sem fæst í Hagkaupum. Taka steinana úr og skera niður í bita.
  • 400-500 gr ferskur Mozzarella ostur. Í Hagkaupum fæst Santa Lucia Mozzarella í bláum pökkum og passa þrír pakkar. Vatninu er hellt af. Skera í meðalstóra bita.
  • 6 sólþurrkaðir tómatar í olíu, sigtaðir og skornir. Enn er verslað í Hagkaup, og keypt krukka af Sólkysstum tómötum í olífuolíu frá heimamerkinu þeirra Ítalíu. Þetta rúmlega hálf krukkan.

Salatdressingin:
  • 5 sólþurrkaðir tómatar í olíu (og við erum nýtin og notum restina af krukkunni góðu. Olían er kreist úr)
  • 2 matskeiðar rauðvínsedik
  • 6 matskeiðar góð olífuolía
  • 1 hvítlauksgeiri, smátt skorinn
  • 1 teskeið af kapers (það fást nokkrar tegundir í Hagkaupum og ég hef enga skoðun, taktu bara ódýrustu og minnstu krukkuna :-)
  • 2 teskeiðar gróft salt
  • slatti af ferskum möluðum svörtum pipar

Og svo:

  • 1 bolli rifinn Parmesan Reggiano (jú jú, fæst í Hagkaupum í svörtu plasti, grjótharður þríhyrningur og fínn, og ég ríf hann heima. Ég er ekki hrifin af grænu dollunum með forrifnum parmesan, ég vil hann gróft rifinn.)
  • 1 búnt ferskt basil, skorið í ræmur (það fæst í svona blómapotti, og þú notar allt, en ekki taka mikið af stilknum).

Leiðbeiningar:
Sjóða pastað í söltu vatni með nokkrum dropum af olífuolíu, skv. leiðbeiningum. 12 mín ca. Sigta og kæla. Setja pastað í stóra skál og bæta við tómötum, olífum, mozzarella, og skornum sólþurrkuðum tómötum.

Dressingin, leiðbeiningar:
Setjið allt í matvinnsluvél og búið til mauk, hætta rétt áður en það verður aaaalveg mjúkt.Ég á ekki svona vél, en blandarinn dugar fínt.

Bætið dressingu í pastað, skellið parmesan og basil og blandið vel.

P.S. Þetta má vel gera um morgunin og bera fram síðdegis, og bíðið þá með parmesan og basil þar til rétt áður en það er borið fram.

2 Comments:

Blogger Una said...

namminamm, hljomar vel, profa thetta fljotlega. annars gerum vid oftast pastasalot a sumrin, og kollum thau sumarsalat. einhverja hluta vegna. skil baldur ad vera sma abbo. eg vaeri thad eflaust lika. knus i hus, Una

10:57 AM  
Blogger Finnur said...

Hugurinn leitar bara til Fremont þegar maður les þetta... :) Mmmmm.... :)

1:54 PM  

Post a Comment

<< Home