hús
Þegar við fluttum til baka stóð til að kaupa strax. Hinsvegar kom babb (hvað er eiginlega babb, og hvað hefur það með báta að gera?) og við ákváðum að leigja fyrst í stað. Við fundum fínt raðhús í Garðabæ og allt í fína. Svo núna fyrir jólin fengum við símhringingu og höfðum allt í einu húsnæði til 1. apríl, en ekki fram á sumar eins og við höfðum vonast til.
Jæja, við fórum að skoða, og gerðum það heldurbetur með fútti. Skoðuðum ása, mela, móa, flatir, lundir, velli, og enduðum í gili. Það leist okkur vel á, bæjarlækurinn við bakgarðinn og mjög notalegur laufskáli (orðalag frá teikningum), reyndar alveg án laufskrúðs.
Tveimur tilboðum, 3 stressköstum og 1 excelskjali seinna erum við búin að telja okkur í trú um að þetta sé hægt, og skrifum undir kaupsamning á morgun.
Þetta er fínt timburhús, og hentar okkur alveg ágætlega. Flytjum í mars. Farin að spá ískápaútsölur.
Jæja, við fórum að skoða, og gerðum það heldurbetur með fútti. Skoðuðum ása, mela, móa, flatir, lundir, velli, og enduðum í gili. Það leist okkur vel á, bæjarlækurinn við bakgarðinn og mjög notalegur laufskáli (orðalag frá teikningum), reyndar alveg án laufskrúðs.
Tveimur tilboðum, 3 stressköstum og 1 excelskjali seinna erum við búin að telja okkur í trú um að þetta sé hægt, og skrifum undir kaupsamning á morgun.
Þetta er fínt timburhús, og hentar okkur alveg ágætlega. Flytjum í mars. Farin að spá ískápaútsölur.
1 Comments:
um að gera að skrá allar pælingar hér á bloggið svo við getum fylgst með þróun mála. skápar, höldur, listar, málning... ekkert af þessu er óspennandi (fyrir mig) að lesa um :)
Post a Comment
<< Home