Sítrónukjúklingur með frábærri hnetusósu (Satay Sósu)
Satay sósan sívinsæla
Fyrri hluti:
1 msk góð ólífuolía
1 msk sesamolía
1 rauðlaukur smátt saxaður
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
1 1/2 tsk fersk engiferrót, niðursöxuð
1/4 tsk rauðar piparflögur (krydd: crushed red pepper flakes)
Seinni hluti:
2 msk rauðvínsedik
1/4 bolli púðursykur
2 msk sojasósa
1/2 bolli mjúkt hnetusmjör (ekki crunch)
1/4 bolli tómatsósa
2 msk sherrí, (má nota púrtvín)
1 1/2 tsk lime safi (úr hálfu lime)
Eldið fyrri hluta í potti í 10-15 mínútur þangað til laukur orðinn mjúkur og gegnsær. Setjið seinni hluta útí, hrærið með písk og sjóðið í 1 mínútu. Kæla og nota kalda eða við stofuhita. Endist í nokkrar vikur í ísskáp. Þetta er um 1 ½ bolli af sósu.
Sítrónukjúklingur með Satay sósunni sívinsælu
Safi úr 4 sítrónum (ekki nota neitt annað)
¾ bolli góð ólífuolía
2 tsk milligróft salt
1 tsk nýmalaður pipar
1 msk saxað ferskt timian krydd, eða ½ tsk þurrkað
1 kg kjúklingabringur
Blandið maríneringunni og setjið yfir kjúklingabringur í skál og látið vera 6-12 stundir. Grillið kjúklinginn á grilli í 10 mínútur per hlið, kælið aðeins, sneiðið á ská í stykki sem sett eru á pinna og borðað með satay dýfu.
2 Comments:
Hún BLOGGAÐI?!?!?!?!
OMG...OMG...OMG...OMG...OMG...OMG...OMG...OMG...OMG...OMG...OMG...OMG...OMG...OMG...OMG...OMG.......
:)
Nú er eitthvað mikið að gerast... :)
Post a Comment
<< Home