Friday, July 27, 2012

Samanburðarhópurinn

Við höfum notað fjáhagskerfi Meniga undanfarið og þar er boðið upp á að bera okkar eyðslu saman við sambærilegan hóp. Ég er virkilega farin að leggja fæð á Samanburðarhópinn minn. Þetta fólk er mér betra á flestum sviðum, það eyðir minna í húsnæði, það talar minna í síma, það er með ódýrari tryggingar og allt eftir þessu. Fullkomlega óþolandi lið sem gerir mér gramt í geði!

Þetta fólk sem á eins fjölskyldu og ég eyðir hvorki meira né minna en 40.000 kr minna á mánuði í mat fyrir fjölskylduna! Hvernig er það hægt? Er bara núðlusúpa og spaghettí í matinn hjá Samanburðarfjölskyldunni? Er góður og hollur matur á boðstólnum hjá Sam..bu..? Eru þau öll þvengmjó og hokin af næringarleysi?

Nú ætla ég að etja kappi við Sambufjölskylduna og í næsta mánuði hef ég einsett mér að ná niður í þetta skrattans meðaltal í mat, án þess að gefa eftir í gæðum. Það gerir 3.333 kr í mat á dag fyrir 5 manna fjölskyldu, allt sem maður kaupir venjulega í matvöruverslunum.

Ready - set - go!

P.S. ljúffengar sparnaðauppskriftir óskast sem hjálpa mér að knésetja Sambu



2 Comments:

Blogger Finnur said...

Þegar ég var lítill lenti indverska fjölskyldan í götunni í slembiúrtaki yfir meðaleyðslu Íslendinga. Mamma var _ekki_ kát því hún vissi að þetta myndi skekkja mælingarnar, sérstaklega þar sem vinur minn var _alltaf_ svangur og fékk alltaf að borða þegar hann kom í heimsókn. :)

11:21 AM  
Blogger Finnur said...

P.s. pósta link á færsluna á G+, ef ekki búið. :)

11:22 AM  

Post a Comment

<< Home