Friday, July 21, 2006

Súper bloggarinn

Það væri ný synd að segja að ég sé framtakssamur bloggari. Jú, jú, ég er svosem búin að hafa ágætis afsakanir, upptekin í starfi, tvo börn og elskulegur eiginmaður en það stendur eftir að mér finnst betra að eyða kvöldinu upp í sófa að horfa á sjónvarpið, lesa bók eða hitta vini frekar en að eyða kvöldinu fyrir framan tölvuskjáinn. Hálft lífið er þegar fyrir framan tölvuskjáinn.

Hverju vil ég svo koma á framfæri hérna? Það þýðir ekkert að fara á þennan blogg reglulega, en ég ætla samt að reyna að pota niður nokkrum hugsunum.

Hugsun #1.
Það er auðveldara að flytja frá Íslandi heldur en til Íslands.

Hugsun #2.
Húsnæðisverð er alveg út úr kú. Leiga skal það vera.

Hugsun #3.
Ekkert betra en góðra vina fundur.