Thursday, July 22, 2004

Lestin

Við Snorri og Una fórum á Train tónleika í Montalvo í Saratoga í gær.   Tónleikarnir voru hreint út sagt frábærir, og ekki skemmdi tónleikaaðstaðan fyrir.  Þetta var haldið á frekar litlum stað upp í fjöllunum á vínbúgarði og umhverfið allt var mjög skemmtilegt.  Við mættum frekar snemma því við þurfum að leggja niður í bæ og taka litla rútu upp í fjöllin.  Una hafði smurt samlokur og við mauluðum þær fyrir tónleikana með víni sem var þarna til sölu.  Svo voru tónleikarnir alveg frábærir og við keyrðum glöð til baka til Fremont seint um kvöldið.  Steinunn var heima hjá Baldri á meðan.

Friday, July 16, 2004

Good run

Ef einhver er að spá í nafninu á blogginu þá er það framburðarhjálp fyrir Kana hvernig skal bera fram nafnið mitt.  Ég ef nefnilega búin að gefast upp á Gwuthroen.  Núna segi ég bara 'Think about a good run around the block.'  Þetta hjálpar fólki við að muna nafnið mitt.  Hinsvegar er ég enginn hlaupari og hef aldrei verið.  Nema helst kannski að ég kunni að hlaupa í spik.

Thursday, July 15, 2004

Kart Racing

Jæja, var að koma til baka eftir að hafa prófað Kart Racing.  Þetta var svaka fjör og ég lenti í þriðja sæti af 14 og náði meira að segja besta lap time af öllum hópnum.  Það er öll þessi reynsla af að keyra Minivan með krakkana afturí :-)

Wednesday, July 14, 2004

Google AdWords á íslensku

Nóg að gera í vinnunni eins og venjulega. Í byrjun apríl fór ég að vinna hjá Google í aðalskrifstofu fyrirtækisins í Mountain View. Google er búið að þýða leitarvélina á íslensku eins og alþjóð veit, það sem færri vita er að það er líka búið að þýða allt auglýsingakerfið yfir á íslensku. Auglýsingakerfið heitir AdWords og við það vinn ég.

Tuesday, July 13, 2004

Sniff sniff

Í morgun vöknuðum við klukkan 5 og ég keyrði svo Sif út á flugvöll. Hún er núna á leiðinni til Íslands í sumarfrí til afa og ömmu, afa og ömmu, afa og ömmu og afa og ömmu. (Þetta gerist þegar fólk skilur og giftist aftur...)

Hún var bara spræk og hvergi banginn við að leggja af stað í 12 tíma ferðalag með stoppi í Minneapolis án pabba og mömmu. Það var frekar mamma hennar sem átti erfitt að skilja við hana á flugvellinum og keyra í burtu án 7 ára stelpunnar sinnar.


Sif Posted by Hello

Svo keyrði ég beint í vinnuna og dagurinn leið hratt að venju. Nú er ég komin heim og ætla að drífa U út úr húsi og kannski finna indverskan mat í kvöld. Mmmm mildan samt takk.

Thursday, July 08, 2004

Fjarstýring

Jæja, mitt helsta afrek í gær var að forrita fjarstýringuna. Nú virkar hún á öll rafmagnstækin, og þá aðallega ReplayTV tækið. Það er mikið merkistæki. Það tekur upp þættina sem við viljum sjá, hvenær sólarhrings sem þeir eru sýndir. Ég var ekkert spennt fyrst fyrir 2 árum þegar Snorri vildi kaupa þetta en þetta er mikið dýrðartæki. Ég horfi bara á það sjónvarpsefni sem ég hef áhuga á, þegar ég vil sjá það. Og skoppa yfir auglýsingarnar. Jibbí.

Gott veður í Kaliforníu í dag. Þvílíkar fréttir eða þannig.

Nóg að gera í vinnunni. Það eru mikil viðbrigði að fara úr því að vera með puttana í öllu í litlu fyrirtæki yfir í að vinna hjá risafyrirtæki og vera lítill maur.


Over and out.