Thursday, September 30, 2004

Slappedíslapp

Ég er nú alveg hræðilegur bloggari. Nenni ekkert að vera að tjá mig á heimspekilega um menn og málefni. Þýðir þetta að ég sé orðin algerlega skoðunarlaus á öllum málum? Kannski er þetta bara í rökréttu samhengi við annasama tíma, fulla vinnu og tvö börn. Ég er auðvitað eftirá með flest í mínu lífi, óska ættmönnum til hamingju með afmælið að meðaltali mánuði eftir að afmælið var haldið, vefsíða Íslendingafélagsins hefur ekki verið uppfærður síðan í júlí og myndasíðan okkar er textalaus.

Í síðustu viku kom í ljós að litla barnið Baldur (18 mánaða) hefði lent í digital myndavéla gildrunni. Það eru til hundruðir mynda af honum. Síðustu útprentuðu myndirnar af honum voru af honum 5 daga gömlum. Ég get annaðhvort pantað útprentaðar myndir af honum og bætt þeim í hrúguna af 3 ára ófrágengnum myndum, gengið frá öllum myndunum og svo pantað útprentanir (líklegt) eða bara yppt öxlum og gleymt þessu. Vonandi týnist þetta bara ekki af tölvunni.